Sex línur (tvíliður) tví- og þríkvætt aaBaaB | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sex línur (tvíliður) tví- og þríkvætt aaBaaB

Kennistrengur: 6l:(o)-x(x):2,2,3,2,2,3:aaBaaB
Bragmynd:
Lýsing: Af stuðlasetningu Stefáns Ólfssonar að dæma er vafamál er hvort túlka beri háttinn sem hnepptan eða með skyldugan forlið í stuttu línunum.
Síðlínan „mér unni ein“ (þar sem mér ber höfuðstaf) bendir til hins fyrrnefnda en „um sinnu rein“ (þar sem sinnu ber höfuðstaf„ til hins síðarnefnda. Hér er sá kostur tekinn að lýsa hættinum sem hnepptum þó að höfuðstafur eigi það til að færast aftur í annan lið (og minnir að því leyti á eddukvæði).

Dæmi

Björt mey og hrein
mér unni ein
á Ísa- köldu landi;
sárt ber eg mein
um sinnu rein
sviptur því tryggðabandi.
Stefán Ólafsson í Vallanesi: Meyjarmissir, fyrsta erindi

Ljóð undir hættinum