Níu línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBaBccB | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Níu línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBaBccB

Kennistrengur: 9l:(o)-x(x):4,3,4,3,4,3,4,4,3:aBaBaBccB
Bragmynd:
Lýsing: Þríðlum er iðulega skotið í tvíliðarstað en hvergi með reglulegum hætti og því er hvorgi gert ráð fyrir hverfulum þrílið né reikiatkvæði. Forliður er frjáls. Fyrir vikið geta stýfðar frumlínur verið allt frá sjö atkvæðum upp í ellefu og svipaður breytileiki er í gerð annarra linutegunda.

Dæmi

Guð himnanna, græðari minn,
gef mér þar til sinni,
svo hugsa mætta eg hróðurinn þinn
og hafa hann þrátt í minni.
Heilögum anda helltu inn,
svo hjartað mitt það finni.
Þó minn sé ekki þar til kraftr
þá er eg þó þar til skaptr
að lofa þig svo ei linni.
Ein önnur bænarvísa (höf. ók.), 1. erindi

Ljóð undir hættinum