Tólf línur (tvíliður+) sex- fer- og þríkvætt:oaBoaBcDcDcD | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Tólf línur (tvíliður+) sex- fer- og þríkvætt:oaBoaBcDcDcD

Kennistrengur: 12l:(o)-x(x):6,4,3,6,4,3,4,3,4,3,4,3:oaBoaBcDcDcD
Bragmynd:
Lýsing: Þrátt fyrir að nokkuð sé um þríliði og forliði í Andlátsversi Hallgríms er það svo óreglulegt að hátturinn verður ekki greindur með þríliðum, hvarflandi lið eða reikiatkvæði, heldur sem hreinn tvíliðaháttur með frálsum forlið. Þá eru síðustu tvær línurnar greindar sem óbreytt mynstur frá hinum næstum fjórum fyrir ofan þó að endarímið sé ónákvæmt.

Dæmi

Ó, herra Jesú, hjá mér vertu í hörðum deyð,
til hjálpar kom, eg beiði þig,
mér í andláti mínu.
Frá andar minnar óvinum mig öllum leið
og eilíflega frelsa þú mig
frá allri eymd og pínu.
Hugga og styrk þú hrellda lund
og hryggva sálu mína.
Annastu mig á andlátsstund
nær afl og kraftar dvína.
Meðtak þú, Jesús, mína önd
í miskunnar hendur þínar.
Hallgrímur Pétursson: Andlátsvers

Ljóð undir hættinum