Hrynjandi – skáhent | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hrynjandi – skáhent

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,3,4,3:OAOA
Innrím: 1B,1D;3B,3D
Bragmynd:
Lýsing: Hrynjandi – skáhent er eins og hrynjandi óbreytt að öðru leyti en því að það hefur ekki endarím í frumlínum. Aftur á móti er aðalhendingarím í þeim langsetis þannig að önnur kveða rímar við fjórðu (endarímsliðinn).
Hátturinn kemur þegar fyrir í gömlum rímum en ekki eru kunnar heilar rímur undir honum þar sem skáld hafa ekki gert mun hans og ferskeyttrar skáhendu.

Dæmi

Foldarangan ferðalangi
færði unun góða.
Nam ég lönd á norðurströndum
nýrri tíðar ljóða.
Sveinbjörn Beinteinsson, Háttatal, bls. 10 – 55. vísa

Lausavísur undir hættinum