Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Dróttkvætt

Lýsing: Dróttkvæð vísa er átta vísuorð, hvert þeirra hefur sex bragstöður. Bragstaða samsvarar venjulega einu atkvæði en getur þó haft tvö stutt atkvæði; slíkt kallar Snorri Sturluson leyfi. Þrjár stöður í vísuorði eru sterkar (ris) og þrjár veikar (hnig).
Fimmta bragstaða er jafnan langt atkvæði og er sterk, en sjötta bragstaða er stutt atkvæði og er veik. Fyrsta staða er einnig oftast langt atkvæði eða klofin í tvö stutt atkvæði. Innrím er tvenns konar, aðalhendingar (alrím) í síðlínum og skothendingar (hálfrím) í frumlínum; hendingar eru í sterkum stöðum, sú síðari (viðurhending) jafnan í fimmtu stöðu en sú fyrri (frumhending) jafnan í fyrstu, annarri eða þriðju stöðu.
Stuðlasetning tengir saman tvö vísuorð (vísufjórðung): tveir stuðlar eru í frumlínum (jafnan í sterkum stöðum, þó ekki undantekningalaust) og höfuðstafur í síðlínum (nær alltaf í fyrstu sterkri stöðu). Hver vísa skiptist í tvo helminga sem eru oftast sér um mál. Hvor um sig segir fulla hugsun.
Heiti háttarins er dregið af orðunum „drótt“ og „kveða“. Hátturinn kemur fyrst fyrir í Ragnarsdrápu Braga Boddasonar hins gamla, 9. öld; en þar eru bragreglur ekki fullmótaðar. Hann er líklega algengasti háttur á 9.–14. öld og meginháttur lausavísna.
Dæmi Snorra er mjög reglulegt: jafnan eru stuðlar í þriðju og fimmtu stöðu (þó í fyrstu og fimmtu stöðu í sjöunda vísuorði.) Löng atkvæði eru í fyrstu þremur stöðum í frumlínum og í fyrstu tveimur stöðum í síðlínum.

Dæmi

Lætr, sás Hákun heitir,
– hann rekkir lið – bannat,
– jörð kann frelsa – fyrðum
friðrofs – konungr – ofsa;
sjalfr ræðr alt ok Elfar,
ungr stillir sá, milli
– gramr á gipt at fremri –
Gandvíkr, jöfurr, landi.
Snorri Sturluson: Háttatal Snorra-Eddu, 1. v.

Ljóð undir hættinum


Ljóð eftir þessari heimild

≈ 1600  Höfundur ókunnur
≈ 1200  Kolbeinn Tumason

Lausavísur undir hættinum