Ferskeytt – sléttubönd – óbreytt | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ferskeytt – sléttubönd – óbreytt

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,3,4,3:aBaB
Innrím: 1AA,3AA
Bragmynd:
Lýsing: Ferskeytt – sléttubönd (óbreytt) er hægt að fara með bæði aftur á bak og áfram. Til þess að það sé unnt verða stuðlar í frumlínum alltaf að standa í tveim síðustu kveðum (síðstuðlun). Er það vegna þess að rímorð í lok frumlína verða það áfram þó vísan sé höfð aftur á bak en færast þó á milli lína þannig að rímorð fyrstu línu verður rímorð þriðju línu og rímorð þriðju verður rímorð fyrstu línu. Stuðlar færast þá þannig milli lína að fyrri stuðull verður höfuðstafur sé vísan höfð aftur á bak. Einnig ríma fyrstu kveður frumlína saman (frumframlyklað) því þær mynda endarím síðlína (fyrstu og þriðju línu) sé vísan höfð aftur á bak. Að öðru leyti er hátturinn eins og ferskeytt óbreytt.
Guðmundur Andrésson (1614–1654) hefur líklega orðið fyrstur til að yrkja heila rímu undir óbreyttum sléttubandahætti er hann orti fjórðu rímu Bellerofontis rímna.

Dæmi

Kváðu flestir lýðum leitt
lífið hörku-stríða.
Báðu þarna gumar greitt
gestinn kyrran bíða.
Sveinbjörn Beinteinsson, Bragfræði og háttatal, vísa nr. 37, bls. 7

Lausavísur undir hættinum