Stuðlafall – baksneitt – framsneitt (síðmissneitt)- | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Stuðlafall – baksneitt – framsneitt (síðmissneitt)-

Kennistrengur: 3l:[o]-x[x]:5,4,4:AAA
Innrím: 2A,2B;3A,3B;1A,1B,1E,2D,3D;2D,3D
Bragmynd:
Lýsing: Stuðlafall – baksneitt – framsneitt (síðmissneitt) er eins og stuðlafall baksneitt en auk þess gera fyrsta og önnur kveða frumlínu (fyrstu braglínu) sniðhendingar sín á milli langsetis og einnig við endarímsliðina. Þá gera einnig fyrsta og önnur kveða síðlína sniðhendingar langsetis en gera ekki sniðrím við endarímsliðina.
Undir þessum hætti orti Kolbeinn Grímsson Jöklaraskáld (um 1600 – um 1683) fertugustu og sjöundu vísu í fimmtu rímu af Sveini Múkssyni. Háttur þeirrar rímu er annars stuðlafall – baksneitt – frumframsneitt (fimmsneitt).

Dæmi

Gæfudaufur gjörði látinn blífa.
Óðinn bauð þeim odda veif;
aulinn féll í heljar kleif.
Kolbeinn Grímsson Jöklaraskáld: Sveins rímur Múkssonar V:47