Samhent – framhent (samhent) – bakhent (samhent) – stagað – aldýrt – vatnsfellt- | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Samhent – framhent (samhent) – bakhent (samhent) – stagað – aldýrt – vatnsfellt-

Kennistrengur: 4l:-x:4,4,4,4:aaaa
Innrím: 1CC,1D,2CC,2D,3CC,3D,4CC,4D;1AA,1BB,2AA,2BB,3AA,3BB,4AA,4BB
Bragmynd:
Lýsing: Samhent – framhent (samhent) – bakhent (samhent) – stagað – aldýrt – vatnsfellt. Í þessum hætti gera fyrsta og önnur kveða aðalhendingar bæði þversetis og langsetis í öllum línum jafnframt því sem hver kveða myndar fullrím við aðra. Þriðja og fjórða kveða gera einnig aðalhendingar bæði langsetis og þversetis og er fullrím þversetis í þriðju kveðu.
Guðmundur Andrésson (1614–1654) kvað seinustu vísu annarrar rímu Bellerofontisrímna undir þessum hætti en ekki verður sagt að mikið vit sé í þeirri vísu. Ríman er annars undir samhendum hætti framhendum (mishendum).

Dæmi

Slítur, þrýtur Þundar fund,
þrýtur, nýtur blundar mund,
brýtur, lítur lundar grund,
lítur, hrýtur stundar skund.
Guðmundur Andrésson:Bellerofontis rímur II:81