Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Gagaraljóð – gagaravilla – víxlhend – hendingasneidd

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,4,4,4:abab
Innrím: 1B,2B,3B,4B;1D,2D,3D,4D;1B,3B;2B,4B
Bragmynd:
Lýsing: Gagaraljóð – gagaravilla – víxlhend – hendingasneidd er eins og gagaravilla óbreytt auk þess sem aðalhendingar eru þversetis í annarri kveðu hverrar línu. Ríma þær á víxl þannig að önnur kveða fyrstu línu gerir aðalhendingu við aðra kveðu þriðju línu og önnur kveða annarrar línu gerir aðalhendingu við aðra kveðu fjórðu línu. Þá gerir önnur kveða frumlína sniðhendingu við aðra kveðu síðlína. Loks mynda frumlínur sniðrím við síðlínur í endarími.
Undir þessum hætti kvað Kolbeinn Grímsson Jöklaraskáld (um 1600 – um 1683) tuttugustu og fyrstu rímu af Sveini Múkssyni.

Dæmi

Hallar dyr með sagðan sann
sæmdarskýrir hitta enn,
úti fyrir einn þar mann
andlitshýran líta senn.
Kolbeinn Grímsson Jöklaraskáld: Sveins rímur Múkssonar XXI:36

Ljóð undir hættinum


Vísur eftir þessari heimild

≈ 1850  Gunnar Pálsson
≈ 1950  Gunnar Pálsson
≈ 1900  Páll Ólafsson
≈ 1825  Páll J. Árdal
≈ 1950  Páll Ólafsson
≈ 1925  Kristján Ólason
≈ 1950  Höfundur ókunnur
≈ 1950  Kolbeinn Högnason
≈ 1950  Friðrik Hansen
≈ 1975  Höfundur ókunnur
≈ 1875  Páll Ólafsson
≈ 2025  Páll Ólafsson
≈ 1950  Teitur Hartmann
≈ 1950  Egill Jónasson
≈ 2025  Egill Jónasson

Lausavísur undir hættinum


Ljóð eftir þessari heimild