Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Úrkast – aldýrt – sléttbent – vatnsfellt-

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,2,4,2:ABAB
Innrím: 1AA,3AA;2AA,4AA;1BB,3BB;1CC,3CC
Bragmynd:
Lýsing: Úrkast – aldýrt – sléttbent – vatnsfelt er eins og úrkast óbreytt nema hvað hver kveða fyrriparts gerir aðalhendingu við samsvarandi kveðu seinniparts og ríma bæði ris og hnig hverrar kveðu (fullrím). Auk þess verða stuðlar að standa í tveim síðustu kveðum frumlína eins og í öllum sléttubandaháttum þar sem fyrri stuðull verður höfuðstafur þegar vísan er höfð aftur á bak. Athyglisvert er að í þessum hætti breytist bragarháttur sé farið öfugt með vísuna og verður þá hver braglína aðeins þrjár kveður en enginn slíkur rímnaháttur fyrirfinnst.
Stuðlar verða að standa í síðari tveimur kveðum frumlínu (síðstuðlun).
Undir þessum hætti orti Hallgrímur Pétursson (1614–1674) 37. vísu í átjándu rímu af Flóres og Leó. Sé vísa undir þessum hætti lesin aftur á bak verða þrjár kveður í hverri línu.
Hátturinn kemur ekki fyrir frumstýfður.

Dæmi

Deyðir, hremmir, skekur, skellir
skreytir geira,
meiðir, skemmir, hrekur, hrellir
hreytir dreyra.
Hallgrímur Pétursson: Rímur af Flóres og Leó XVIII:37

Ljóð undir hættinum


Vísur eftir þessari heimild

≈ 1850  Gunnar Pálsson
≈ 1950  Gunnar Pálsson
≈ 1900  Páll Ólafsson
≈ 1825  Páll J. Árdal
≈ 1950  Páll Ólafsson
≈ 1925  Kristján Ólason
≈ 1950  Höfundur ókunnur
≈ 1950  Kolbeinn Högnason
≈ 1950  Friðrik Hansen
≈ 1975  Höfundur ókunnur
≈ 1875  Páll Ólafsson
≈ 2025  Páll Ólafsson
≈ 1950  Teitur Hartmann
≈ 1950  Egill Jónasson
≈ 2025  Egill Jónasson