Stefjahrun – skáhent- | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Stefjahrun – skáhent-

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,3,4,3:oaoa
Innrím: 1B,3B
Bragmynd:
Lýsing: Stefjahrun – skáhent er eins og stefjahrun óbreytt að öðru leyti en því að það hefur ekki endarím í frumlínum. Aftur á móti er aðalhendingarím í þeim langsetis þannig að önnur kveða rímar við fjórðu (endarímsliðinn).
Nokkrar vísur undir þessum hætti koma þegar fyrir í fimmtu rímu Sörlarímna en þær hafa verið taldar ortar á seinni hluta 14. aldar. Heilar rímur eru ekki kunnar undir hættinum.

Dæmi

Hóf upp liðið háan klið,
Hálfdan sverði brá,
hjó svo fast að hausinn brast
Högna sterkum á.
Höfundur ókunnur