Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBaBaB | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBaBaB

Kennistrengur: 8l:[o]-x[x]:4,3,4,3,4,3,4,3:aBaBaBaB
Bragmynd:
Lýsing: Hátturinn er átta línur og eru frumlínur allar ferkvæðar og stýfðar en síðlínur þríkvæðar og óstýfðar. Rímið er víxlrím þar sem allar frumlínur ríma saman og allar síðlínur ríma saman. - Undir þessum hætti eru Vísur um limina Kristí frá seinni hluta 16. aldar og Dýrðarlegast dyggðablóm (tvö erindi makkaronísk). Latnesk fyrirmynd er prentuð í Analecta hymnica XXXII, bls. 166).

Dæmi

Faðirinn sæti furðu skær
sá friður er allra jóða,
til þín kæri köllum vær,
kalla hjálp og fljóða;
þar af huggun þjóðin fær
af þínu orði góða,
virðstu æ að vera oss nær,
eg vil þér lofsöng bjóða.
Vísur um limina Kristí, 1. erindi

Ljóð undir hættinum