Valstýft eða valstýfa | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Valstýft eða valstýfa

Kennistrengur: 4l:-x[x]:4,o2,4,o2:aaaa
Bragmynd:
Lýsing: Valstýft eða valstýfa er ferhendur háttur. Frumlínur háttarins eru ferkvæðar en síðlínur eru aðeins tvíkvæðar og alltaf stýfðar. Tvær gerðir eru af valstýfu eftir því hvort frumlínur eru óstýfðar eða stýfðar. Séu þær stýfðar kallast hátturinn valstýft frumstýft eða frumstýfð valstýfa. Þeirri gerð fylgir oftast forliður í síðlínum en síður í hinni. Braglínur ríma allar saman. Ekkert innrím er í hættinum óbreyttum. Valstýft er vafalaust sprottið upp úr dverghendu.
Guðmundur Bergþórsson (um 1657–1705) er talinn hafa fundið háttinn. Undir honum kvað hann fimmtugustu og níundu rímu af Olgeiri danska. Frumlínur eru oftast stýfðar og þá forliður á undan annarri og fjórðu línu.

Dæmi

Trylldur þegar soldán sá
hvar sveitin lá,
hrökk hann sjálfur hræddur frá
með hernum þá.
Olgeirs rímur danska LIX:31

Lausavísur undir hættinum