Sex línur (þríliður) fer,- þrí- og tvíkvætt aBaBaB | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sex línur (þríliður) fer,- þrí- og tvíkvætt aBaBaB

Kennistrengur: 6l:-xx:4,3,4,3,4,2:aBaBaB
Bragmynd:
Lýsing: Hátturinn er sérstæður enda sönglagaháttur sem einungis Matthías Jochumsson og Þorsteinn Erlingsson beittu. Hér er hátturinn sýndir sem þríliðaháttur en í síðustu línu er alltaf tvíliður og hún er óstuðluð. Líta mætti svo á að saman myndi fimmta og sjötta lína innrímaðan fimmfótung undir hreinum þríliðahætti.
Forliðir koma ekki fyrir.

Dæmi

Þökk fyrir, Wathne, að þú komst til lands,
þökk fyrir austræna blæinn;
þjer fylgdi hamingja ins þrekvarða manns,
þú áttir fegursta daginn;
leingi mun bjarminn af brúninni hans
út' við sæinn.
Þorsteinn Erlingsson: Otto Wathne, 1. erindi

Ljóð undir hættinum