Átta línur (tvíliður) fimm- og þríkvætt AbAbCCdd | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Átta línur (tvíliður) fimm- og þríkvætt AbAbCCdd

Kennistrengur: 8l:o-x:5,3,5,3,5,5,5,5:AbAbCCdd
Bragmynd:
Lýsing: Aladín Tómasar Guðmundssonar er eina ljóðið hérlendis við háttinn. Hann er alveg reglulegur; með forlið í hverri línu og tvíliðir einráðir.

Dæmi

Það endist þér eins lengi og þú lifir
hið ljúfa ævintýr.
Það lagði þér á tungu orð sem yfir
þeim undramætti býr
að fella rúbínglit á mýri og móa.
Þú mældir grýtta jörð við pálmaskóga.
Því töfraorðið, það var æska þín,
og þú varst sjálfur lítill Aladdín.
Tómas Guðmundsson, Aladdín, 1. vísa