Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBaBaB

Kennistrengur: 8l:o-x:4,3,4,3,4,3,4,3:aBaBaBaB
Bragmynd:
o
o
o
o
o
o
o
o
Lýsing: Gríðarlega vinsæll háttur á 19. og 20. öld. Íslandsminni Jónasar (Þið þekkið fold með blíðri brá) og Ó fögur er vor fósturjörð Jóns Thoroddsen hafa vafalítið gefið hættinum góðan byr. Hátturinn er reglulegur; hver lína ber forlið ("Drjúpi hana blessun drottins á" er undantekning) og tvíliðir einráðir.

Dæmi

Þið þekkið fold með blíðri brá
og bláum tindi fjalla.
og svanahljómi, silungsá
og sælu blómi valla,
og bröttum fossi, björtum sjá
og breiðum jökulskalla.
Drjúpi hana blessun drottins á
um daga heimsins alla.
Jónas Hallgrímsson: Íslandsminni

Ljóð undir hættinum