Fimm línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aBaaB - hér og ath | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Fimm línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt:aBaaB - hér og ath

Kennistrengur: 5l:(o)-x(x):4,3,4,4,3:aBaaB
Bragmynd:
Lýsing: Þessi háttur berst til Íslands með þýðingu GrímsTomsen á Til móður minnar eftir Vinje. Hátturinn er óreglulegur. Hann öðlaðist þó ekki mikla útbreiðslu þrátt fyrir Svanasöngur á heiði Steingríms Thorsteinssonar. Hátturinn er að því leyti reglulegur að fyrsti bragliður hverrar línu er ýmist þríliður eða forliður og tvíliður. Að öðru leyti eru tvíliðir einráðir.

Dæmi

Dauðinn ríður um ruddan veg
og ræðst á þinn besta vininn.
Sú ferðin er áköf og ógurleg.
Hann ríður svo hart um rudddan veg.
Hvort heyrir þú hófa-dyninn?
Einar H. Kvaran: Söngvar Guðnýjar (3. hl., Dauðinn ríður), 1. erindi)

Ljóð undir hættinum