Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Braghent – samrímað – skjálfhent (Barkarljóð)

Kennistrengur: 3l:[o]-x[x]:6,4,4:AAA
Innrím: 1B,1D,2B,3B
Bragmynd:
Lýsing: Braghent – samrímað – skjálfhent (Barkarljóð) er eins og braghent óbreytt en auk þess gerir önnur kveða fyrstu braglínu aðalhendingu langsetis við fjórðu kveðu fyrstu línu og þversetis við aðra kveðu annarrar og þriðju braglínu.
Þórður Magnússon á Strjúgi (á 16. öld) orti tólftu rímu í Rollantsrímum undir þessum hætti og rímur undir honum ortu einnig Bjarni Jónsson skáldi (d. um 1660), Kolbeinn Grímsson Jöklaraskáld (um 1600 – um 1683) og Guðmundur Bergþórsson (um 1657–1705). Braghvíld ýmist í 4. kveðu eða á eftir henni í fyrstu línu.

Dæmi

Allur tjáði eins á láði ýta sægur:
„Yðar ráði, fylkir frægur,
fjöldinn bráði hlýðir þægur.“
Kolbeinn Grímsson Jöklaraskáld (um 1600–um 1683), Sveins rímur Múkssonar XVI:70

Ljóð undir hættinum


Ljóð eftir þessari heimild

Lausavísur undir hættinum