Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Afhent eða afhending

Kennistrengur: 2l:[o]-x[x]:6,4:AA
Bragmynd:
Lýsing: Afhent eða afhending er tvíhendur háttur. Fyrri línan er sex kveður og er braghvíld á eftir fjórðu kveðu eða í henni. Seinni línan er fjórar kveður. Báðar línur eru óstýfðar og ríma saman. Nafnið afhent bendir til að menn hafi talið háttinn myndaðan með því að fella niður seinustu línu braghendu. Ekkert innrím er í hættinum óbreyttum.
Hátturinn kemur fyrst fyrir í Vilmundar rímum viðutan hinum eldri en höfundur þeirra hét Ormur. Þær eru líklega frá fyrri hluta 16. aldar. Afhent varð síðar nokkuð algengur rímnaháttur. Braghvíld ýmist í 4. kveðu eða á eftir henni í fyrri línu

Dæmi

Afhendingar einar þér ég aftur sendi
allar leystar illa af hendi.
Páll Ólafsson: Úr ljóðabréfi til Gunnars Þórðarsonar á Vattarnesi

Ljóð undir hættinum

Lausavísur undir hættinum