Fimm línur (tvíliður) ferkvætt:AAAbb | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Fimm línur (tvíliður) ferkvætt:AAAbb

Kennistrengur: 5l:[o]-x[x]:4,4,4,4,4:AAAbb
Bragmynd:
Lýsing: Hátturinn er fimm braglínur, allar ferkvæðar. Fyrstu þrjár línurnar eru óstýfðar og ríma allar saman en síðustu tvær eru stýfðar og ríma saman. - Undir þessum hætti er helgikvæðið Barbárudiktur en aldur þess er nokkuð óviss. Síðustu tvær línurnar eru eiginlega breytilegt viðlag. Í Barbárudikt endar sú seinni alltaf á nafni Barbáru. Séu þær numdar brott stendur eftir háttur Dies irae, dies illa.

Dæmi

Glugga tvo á glæstum ranni
gjörði að líta hinn helgi svanni;
mælti hún svo með mjúkum sanni:
minn er vilji þið gjörið þrjá.
Heitir meyjan Barbará.
Barbárudiktur I,4 – Í þessu kvæði er seinasta línan alltaf eins – viðlag