Fjórar línur (tvíliður) sex- og þríkvætt aaao | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Fjórar línur (tvíliður) sex- og þríkvætt aaao

Kennistrengur: 4l:(o)-x(x):6,6,6,3:aaao
Bragmynd:
Lýsing: Fyrstu þrjár línurnar eru sex tvíliðir með tveimur stuðlum og höfuðstaf. Einnig hefur verið algent að líta á hverja langlínu sem þrjár sjálfstæðar og rita: Eigi má þverra // þú ert vor herra // þrennr og einn o.s.frv.
Innrím er í 2. og 3. ljóðlínu þar sem 2. og 4. kveða mynda aðalhendingar. Fjórða línan endar alltaf á sama orðinu í gegnum kvæðið og er án ljóðstafa og ríms.

Dæmi

Miskunn þín, hinn mildi Guð, og máttrinn hreinn
eigi má þverra, þú ert vor herra, þrennr og einn.
Ljá mínu hjarta lofsmíð bjarta, lærisveinn,
líknsamur Andreas.
Andreasdiktur I, 1. erindi

Ljóð undir hættinum