| Kvæðasafn Borgfirðinga
Kvæðasafn Borgfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA7

Mikla hreysti Markús á

Bls.83
Flokkur:Gamanvísur


Tildrög

Markús Jónsson, húsvörður Alþingis, sem annars var stakur reglumaður hélt því fram að hægt væri að verjast inflúensu með því að dreypa öðru hvoru á brennivíni. Halldóra orti um þetta vísu .
Mikla hreysti Markús á,
mátar ríka og snauða.
Þegar aðrir flensu fá,
fær hann svartadauða.