Kvæðasafn Borgfirðinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Minni bænda

Fyrsta ljóðlína:Á sælum sumar kvöldum
Viðm.ártal:≈ 1900
Flokkur:Hátíðaljóð

Skýringar

Kvæðið var sungið við lagið „Vift stolt paa Kodans Bölge“ á Þjóðmenningardegi Borgfirðinga og Mýramanna sem haldinn var á Hvítárbökkum 7. ágúst 1898.
Á sælum sumar kvöldum
er sveitin glóir öll
og leikur ljós á öldum
og logagyllir fjöll
og hljóður hvíslar blærinn
um helgan frið og ró,
þá er það bóndabærinn,
sem ber af öllu þó.

Þar líta má þess merki,
hvað megnar iðin hönd,
ef vilji’ er með í verki
og vina styrkja bönd;
þar brosa blóm í túnum
og benda langt og hátt,
þar alt er ritað rúnum
um rausn og kjark og mátt.

Og þar er fögur Foldin,
sem fyrrum bóndinn vann;
sé hörð og mögur moldin,
þá mýkir, fitar hann.
Og svo kemst langt um síðir,
að saman túnin ná,
ef bóndinn sterkur stríðir
og steinum veltir frá.

En þá er þess að gæta,
að þreyttum veitt sé lið,
og bænda kjör að bæta,
- vér bölvum förnum sið
Þá konungsþrælar kvöldu
og kjarki ræntu þjóð
og sæmdir svikin töldu
og sungu merg og blóð.