Kvæðasafn Borgfirðinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Minni Íslands

Fyrsta ljóðlína:Vér köllum land vort kalt og snautt,
Viðm.ártal:≈ 1900

Skýringar

Kvæði sungið á Þjóðminningardag Borgfirðinga og Mýramanna 7. ágúst 1898 haldinn á Hvítárbökkum. Lag: Þú söguríka Svíabygð.
Vér köllum land vort kalt og snautt,
þess kalinn svörð og líf þess dautt
og horfna heilladís;
en ef vér þíddum andans snjá,
það auðgast mundi’ og hlýna þá.
Það gagnar lítið sól að sjá,
ef sál og hugur frýs.

Vér eigum bæði afl og dug
og engum skyldi detta’ í hug
að flýja fósturláð,
því hér er nóg af huldum auð
og hér má breyta steini’ í brauð
og útiloka eymd og nauð,
ef ekki brestur dáð.

Og því skal hefjast handa’ í dag,
vér heitum því, að færa’ í lag
það alt, sem ekki’ er rétt,
að græða Foldar gömul sár,
að grafa djúpt og afla fjár,
að lina þrautir, þerra tár;
- oss þetta mark er sett.