Kvæðasafn Borgfirðinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Pistill

Fyrsta ljóðlína:Sæll vertu góði séra minn
Viðm.ártal:≈ 1900
Flokkur:Gamankvæði
Sæll vertu góði séra minn
sest jeg nú upp á skjáinn þinn
fyrir síðast jeg þakka þjer,
þú tókst svo ofur vel við mjer,
síðast þegar jeg koma að Hvammi,
Hvamminum þarna í dalnum frammi
holdvotur eptir hregg og stúð?
háttsemi þín var við mig prúð.
Litlu get jeg það launað þjer
lítið þó engu betra er.
Jeg er svo sára sálarlaus,
sviðkaldar fætur, dofinn haus
að mjer er eig hægt að yrkja óð
í æðum er nærri storknað blóð,
hrímkaldur bæði og hjelugrár
hrökklast jeg nú með grettar brár,
ungur jeg forðum þótti þó
þrekinn og fær í margan sjó.
Orðhagur opt jeg kvæði kvað
svo kvinnunum þótti gaman að
en nú er jeg orðinn ósköp hás,
alt eins og gamall þjór á bás,
að stúlkunum ungu stuggar við stef þegar nöldrar
karltetrið.
Alt þettað gerir ellin að
ekki er til neins að kvarta um það
en hvað á nú þettað kalla raup
sem köllum er tamt ef fá þeir staup,
því aptur lifir ei æskan vor
exintempórus rautator.?
Þá er að minnast annað á,
átum við saman nefi hjá,
þarna út undir illa hrauni
Árna mínum það drottinn launi,
þar hámaði jeg í mig heitan graut
hangikjöt bæði og steik sem flaut
í sýnu bráðu eigin floti
alt var ríflegt í þessu koti,
mjölvindlar eins og manstu vóru.
mönnum bornir á fati stóru
vínið í skálum
kaffið í kollum ?liftækið sykurhlunkar
á bollum, svo maginn í mjer var meira
en klessa, hann man altaf síðan veittu þessar
og hefur ei síðan borið sitt bar því bumbult
honum að lokum varð - 
en þó að sá kostur þætti góður, þar var alt minna um sálarfóður, þeir skrofuðu ein
nema um skyr og graut
skeifbera? hrúta kýr og naut, og mjer fóru þær ræður loks að
leiðast og lausnar gerði jeg þaðan beiðast,
því jeg var lasin þótti mjer svalt
þar var líka svo fjandast kalt.
Jeg skreiddist þá inn og upp á pall
og yfirgaf þennan grinda hjall,
þegar jeg slapp úr þrautum þeim
þá við mjer tók með höndum tveim
holdmjúk, siðlát og hýrleg
kona huggun volaðra Adamssona hún vafði
mig innan í voð margfalda og vermdi mína
hverja spennti taug, en ef jeg á þjer satt að segja
svei mjer ef jeg þá vildi deia
því upp ýngt mjer
svall í æðum blóð
eins og þá fyrst ég kyssti fljóð.
Allar skemtanir eig kvöld
eru það gömul syndagjöld,
um morguninn fór jeg kátur
 kreik og komst upp á hann gamla Bleik
Hann Erpstaðar skeggi eins og jeg íta vildi
þó heim á arg beina leið inn á Bjarnadal
brölta ljetum við jóa val, en heljar Brekkan
svo há og brött hún var ei geng nema fyrir kött svo brjóstveikan mátti bera mig Bleikur 
minn um þann glæfra stig, laung þó oss
fyndust löndin heiða loksins komum við ofan að
Breiða, og hittum gullkónginn gamla þar
gestrisinn bæði og kátur var, svo þegar kom jeg síðan heim sár uppgefinn af ferðum þeim
lúinn korpus jeg lagði í ból og leit ei upp
fyrir þriðju sól.