Vinur kær jeg vil í kvöld | Kvæðasafn Borgfirðinga
Kvæðasafn Borgfirðinga

Innskráning ritstjóra

Vinur kær jeg vil í kvöld

Fyrsta ljóðlína:Vinur kær jeg vil í kvöld
Viðm.ártal:
Flokkur:Afmæliskvæði

Skýringar

Vísur sendar Andrési Eyjólfssyni í Síðumúla er hann varð fimmtugur.
Vinur kær jeg vil í kvöld,
vísur á blaðið klóra,
fyrst þú hefur hálfa öld,
haft það af að tóra.

Við höfum saman setið, rætt,
sungið, drukkið, hlegið.
Þú hefur margar bögur bætt,
botninn í þær slegið.

Á þjer hríni óskin mín,
allt þjer gangi í haginn.
Mjer er ljúft að minnast þín,
með því að heiðra daginn.