Einar Þórðarson frá Skeljabrekku | Kvæðasafn Borgfirðinga
Kvæðasafn Borgfirðinga

Innskráning ritstjóra

Einar Þórðarson frá Skeljabrekku 1877–1963

EITT LJÓÐ — FIMM LAUSAVÍSUR
Einar var sonur Þórðar Bergþórssonar og konu hans, Guðrúnar Guðmundsdóttur, á Innri-Skeljabrekku í Andakíl og þar var hann bóndi frá 1905–1926. Einar var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Jónsdóttir, ættuð úr Skorradal. Hún dó árið 1908. Seinni kona hans hét Ragnheiður Jónsdóttir frá Björk í Grímsnesi. Einar flutti til Reykjavíkur árið 1926 og vann um langt skeið sem afgreiðslumaður á bensínstöð BP. Einar var hestamaður mikill. Á efri árum safnaði hann og skráði lausavísur og kveðlinga. (Sjá einkum Borgfirzkar æviskrár II, bls. 188)

Einar Þórðarson frá Skeljabrekku höfundur

Ljóð
Litið til baka
Lausavísur
Ljóðagáfan listarík
Margur frár á lífsins legi
Mína skrýða móður fer
Út er breiða arminn sinn
Yfir gengin ævispor