Árni Böðvarsson | Kvæðasafn Borgfirðinga
Kvæðasafn Borgfirðinga

Innskráning ritstjóra

Árni Böðvarsson 1713–1776

TVÆR LAUSAVÍSUR
Árni var fæddur á Slítandastöðum í Staðarsveit, sonur hjónanna, Böðvars Pálssonar, stúdents, og Ólafar Árnadóttur. Árni varð stúdent úr Hólaskóla 1732. Síðari hluta ævi sinnar bjó hann á Ökrum á Mýrum og þar dó hann. Árni var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Helga Sigurðardóttir frá Brekku í Þingi. Þau áttu tvö börn, Odd, sem dó ungur, og Hildi, sem dó ógift og barnlaus. Síðari kona Árna var Ingveldur Gísladóttir, dóttir Gísla Þórðarsonar í Vogi í Hraunhreppi, lögréttumanns. Þau áttu ekki börn sem upp komust.
Kveðskapur Árna er mikill að vöxtum enda var hann eitthvert mikilvirkasta rímnaskáld 18. aldar. (Sjá Björn K. Þórólfsson og Grímur Helgason: Rit Rímnafélagsins VIII. Brávallarímur eftir Árna Böðvarsson. (Björn K. Þórólfsson bjó til prentunar) Reykjavík 1965. Inngangur xi–ccxix).

Árni Böðvarsson höfundur

Lausavísur
Eg vildi að sjórinn yrði að mjólk
Eg vildi hann Þórður yrði að mús