| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12


Um heimild

Vísnahornið 12/4 2021. Haft eftir Þórði Tómassyni Skógum.


Tildrög

Bóndi undir Eyjafjöllum missti tengdamömmu sína úr sótt. Hann brá sér á næstu símstöð til að hringja út til Vestmannaeyja til skyldfólks og tilkynna andlátið. ,,Tók hún mikið út í legunni" var spurt. ,,Ó, nei ! Hún borðaði skyrspón stuttu áður en hún skildi við" svaraði bóndinn.
Hefur sofnað hinsta dúr,
himnadýrð mun kanna.
Mötuð var á mjólk og súr
milli andvarpanna.