Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Ég um kaffi á brúsann bað

Heimild:Fésbók


Tildrög

Bændur í Tunguhverfinu í Biskupstungum voru að vinna að vegagerð í kalsaveðri að hausti. Þeir voru í Bergsstaðalandi. Þá biður Jóhannes í Ásakoti Þorgrím á Drumboddsstöðum að skreppa heim til sín eftir heitu kaffi á brúsa handa þeim. Þegar Þorgrímur kemur aftur réttir hann Jóhannesi brúsann með nokkrum formála. Nánast strax eftir formálanum kemur Kristinn með vísuna.
Ég um kaffi á brúsann bað
bara svo þér hlýni.
Hún Sigríður mín sett'í það
sopa af brennivíni.