Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Vakna þjóð mín og vinn að góðum málum

Vakna þjóð mín og vinn að góðum málum
verkefnin bíða lýða nokkuð mörg.
Vak þú nú yfir vitsmunanna sálum.
Vinnum og finnum óþrjótandi björg.
Samvinnumáttur sameini oss alla,
en svívirðingaþrætur látum falla.