Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Enn er vorið komið þó andi norðanblær


Tildrög

Séð frá Hraungerði í Flóa hættir sólin um miðjan maí að setjast í Ingólfsfjall. Lengist þá sólargangurinn til muna fram eftir kvöldinu.
Enn er vorið komið þó andi norðanblær
og ekki hefur sólin á sér varann,
hún settist ekki í öxlina á Ingólfsfjalli í gær
hún ætlaði sér lengra norður á hjarann.