| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Hátíð er á Hagaflötum

Höfundur:Höfundur ókunnur


Tildrög

Fjallsafn, líklega úr austurleit á Flóa-og Skeiðamannaafrétti, var náttað á Hagaflötum í Þjórsárdal, kvöldið fyrir Skaftholtsréttir. Það var svo rekið áfram niður í Reykjaréttir á Skaftholtréttardaginn. Gleðskapur mun einnig hafa verið í Mástungnanesi, meðan vesturleitarsafn Flóamanna var náttað þar.
Hátíð er á Hagaflötum,
heyrast mun þar ómur skær.
Allir klæðast fínum fötum,
forvitnin það dregur nær.
Fjallmennina fýsir skoða
flestar ungu meyjarnar,
-von er til þær verði þar,
varla mun þó nokkuð boða.
Safnið rennur sína leið,
síjarmandi niðrá Skeið.


Athugagreinar

Þetta mun vera svokölluð ,,drusla" og getur sungist við sálmalagið ,,Hátíð er í himinsölum"