| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Gusa undir Guðmundi

Heimild:Ljósrit


Um heimild

Ljósritið mun vera úr hestavísnakveri sem Albert Jóhannsson kennari í Skógum tók saman.


Tildrög

Ort um hryssuna Gusu í Túni, sem var í eigu Guðmundar Bjarnasonar (1875-1953) bónda þar.
Gusa undir Guðmundi,
gleðistundir skapandi,
fim og bundin fjörmóði
fór um grund á hoppdansi.

Áfram þeysti leið hvar lá,
lék hún reist við tauminn þá,
magnaði neistaflugið frá,
faxateistan hélugrá.

Freðinn völlinn sköflum skar,
skeindi hún snjöllum þófamar,
herti sköllin hófsláttar,
hátt í fjöllum bergmálar.

Ólm fram rann með augun hvesst,
af því vann hún hrósið best.
Glöggt það sanna gögnin flest
að gæðinganna var hún mest.