| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Rýkur mjöll um fönnug fjöll


Tildrög

Á Sæluviku Skagfirðinga var kvöld eitt efnt til botnakeppni. 
Engin botn kom fram um kvöldið við þennan fyrripart, sem er eftir Jón í Fagranesi.
Um nóttina eftir samkomuna dreymir Guðrúnu Gísladóttur, sem þar hafði verið, að til sín komi gráhærður maður og svipmikill og spyr hvort hún hafi ekki getað botnað þetta, eins og það hafi verið auðvelt. Hún neitar því og þá fer draummaðurinn með vísuna með þessum botni.
Rýkur mjöll um fönnug fjöll
freðinn völl og hóla.
Þar sem öll mín andans höll
var aðeins kölluð Bóla.