| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Flugu þessa þigðu frá mér


Tildrög

Þegar Birgir var fjármaður á Hesti, voru þeir að yrkjast á, stundum í kerksni, hann og Stefán Aðalsteinsson búvísindamaður. Birgir setti flugu í eldspýtustokk og þessa vísu með og sendi Stefáni.
Flugu þessa þigðu frá mér
þankabrjótur viskusmár.
Bættu henni í hausinn á þér,
svo heilinn geti starfað skár.