| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Í sumar var kóngurinn sjálfur hjá oss


Um heimild

25.júlí 1971


Tildrög

Konungsglíman á Þingvöllum 1907
Í sumar var kóngurinn sjálfur hjá oss,
sá hann þá Geysi og Urriðafoss,
Ölfusá, Hreppana og Almannagjá,
íslenska fánann og Dannebrog hjá.

Gengu menn saman og glímdu í hring,
grundirnar skulfu og hraunin í kring.
Jóhannes flatur í lynginu lá,
laglega Hallgrímur kappanum brá.

Aldrei var húrrað hærra en þá
húrrað í Valhöll og Almannagjá,
bergmálið fyrr ekki úr björgunum sleit
en beljurnar ærðust í Þingvallasveit.