| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Afinn löngum fór á fjall


Tildrög

Páll Árnason á Litlu-Reykjum fór margar ferðirnar á Flóamannaafrétt, á yngri árum í fjallsafn, eftisafn og eftirleit. Síðan til elli Tangakóngur í fjallsafni. Dóttursonur hans er pólfarinn Gunnar Egilsson á Selfossi.

Afinn löngum fór á fjall,
þó fennti um laut og hólinn.
Afkomandinn afar snjall
ók á Suðurpólinn.