| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Nú er ekki nóttin löng,


Um heimild

1.tbl. 2016


Tildrög

Vorið 1946 fékk Jóhannes í Ásakoti gjaldeyrisleyfi fyrir Willisjeppa. Þeir koma með hann að sunnan, Jóhannes og Ragnar bróðir hans (kenndur við Þórskaffi). Þeir brjótast á jeppanum frá Tungufljótsbrúnni áleiðis niður í Tunguhverfi. Kristinn í Borgarholti hjálpar þeim úr festu í keldunni vestan við Borgarholt. Eftir það liggur leiðin um hlað í Borgarholtskoti og komin er rósbjört vornótt. Páll í Kotinu er vakin upp og þar á hlaðinu er margt sungið og wisky-flaska Ragnars tæmd í vornóttini á Kotshlaðinu. Kristinn gengur heim, þessi vísa varð til og samstundis fleyg í sveitinni.
Nú er ekki nóttin löng,
nú er vert að muna,
er loftið fyllist sálmasöng
við sólarupprisuna.