| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Lipur er Landeyja-Skjóni

Höfundur:Höfundur ókunnur


Tildrög

Hrossaræktarfélag var í Hraungerðishreppi og notuðu nær allir félagshestinn á hryssur sínar.  Sigurður sem bjó í Arnarstaðakoti kom austan úr Landeyjum og hafði fola í sínum hryssum að Landeyinga sið. Sumir nágrannar hans voru ósáttir við þetta og óttuðust að folinn kæmist í þeirra hryssur. Aðrir stóðu með Sigurði í deilum þessum.

Skýringar

Vísurnar eru úr innansveitarrevíu í Hraungerðishreppi í kringum árið 1950.
Þeir sem nefndir eru í vísunum eru Gísli á Læk, Guðjón á Bollastöðum og Bjarni í Króki. Landeyja-Skjóni varð síðar reiðhestur Valdimars Stefánssonar sem lengi var í Laugardælum.
Lipur er Landeyja-Skjóni,
lundin er glettin og spræk.
Eistun í honum þeir elska,
einkum þó Gísli á Læk.

Af ótta við eistun í honum,
andvaka sérhverja nótt
eru Guðjón og Bjarni báðir
og bannfæra allt sem er skjótt.