| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Það er kunnugt þorra þjóða

Höfundur:Höfundur ókunnur
Bls.133
Flokkur:Daglegt amstur


Tildrög

Á stríðsárunum (og síðar) þurfti innflutningsleyfi fyrir bifreiðum. Ekki fengu menn og fyrirtæki allt það sem óskað var eftir í þeim efnum. Bílafloti Kaupfélaga Árnesinga var að eldast en flutningaþörfin vaxandi. Egill Thorarensen kaupfélagsstjóri á Selfossi mun hafa lagt inn ríflega beiðni um bílakaup fyrir Kaupfélagið, en fengið færri bíla en óskað var eftir.
Það er kunnugt þorra þjóða
þar á Tíminn líka benti,
Egill hefur átján skrjóða 
undir sínu regimenti.
Einn er hver þar öðrum líkur,
ekki fær hann nýjar tíkur.

Lemstraðar vélar, lausar skrúfur
léleg hjól og úr sér gengin,
undir sumum eru þrúgur,
engin dekk að nýju fengin.
Á tækjum þeim er fár og fjandi 
að flytja mjólk af Suðurlandi.