| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Samfellan mín samfellan mín

Heimild:Huginn
Flokkur:Háðvísur


Um heimild

jól 1996


Tildrög

Vísuna orti Jón hlemmur í Oddgeirshólahöfða í orðastað nágranna síns, Gísla Matthíassonar í Austurkoti, en rígur myndaðist á milli þeirra.  Gísli var hagleiksmaður á tré og járn, vefari, hómópati og geldingamaður, glaðvær og greiðvikinn og heppnaðist flest vel nema búskapurinn og var hann oft heylítill, en heyjaði þó það mikið eitt sumar að þröngt var í heygarði og hlóð hann þá upp samfellu.
Samfella kallaðist það þegar tvö útihey voru gerð að einu með því að fylla í geilina á milli þeirra og gera einn mæni yfir.
Jón hlemmur orti margar háðvísur um Gísla, sem í fásinninu flugu víða og þó Gísli væri vinsæll, þá hafði fólk af þeim gaman. Hvort sem það hefur verið orsök eða ekki þá flutti Gísli til Ameríku og hélt þar glaðlyndi sínu og reisn.
Samfellan mín, samfellan mín
sú á skilið hrós.
Beint á Heklu horfir
á henni gaddar torfið.
Af henni tek ég, af henni tek ég
oftast nær við ljós.