| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Héðan af hárri heiðarbrún


Tildrög

Þegar Ásgeir Ásgeirsson forseti var alþingismaður, var hann af einhverjum kallaður Loðingeir. Hefur þeim líklega þótt hann loðinn í skoðunum.
Þegar Ásgeirs sem forseta var von í heimsókn austur yfir fjall, var ráðgert að flytja honum kvæði á Kambabrún og í því skyni leitað til sr. Helga Sveinssonar. Helgi vildi ekki við það fást og færðist undan, en fyrir þrábeiðni þeirra sagðist hann geta ort prufuvísu og þeir gætu þá sagt til um hvort þeir vildu meira. Eftir að hafa fengið vísuna báðu þeir ekki um meira.
Héðan af hárri heiðarbrún,
heilsa þér í löngum röðum,
loðin engi, loðin tún,
Loðingeir á Bessastöðum