| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Á Selfossi gerði ég stuttan stans


Tildrög

Sauðfjárbændur úr Borgarfirði voru í ferð um Suðurland og komu við á Selfossi, hjá þáverandi landbúnaðarráðherrra, Guðna Ágústssyni, sem þá bjó á bökkum Ölfusár. Þar þáðu þeir veitingar og gátu létt á sér.
Á Selfossi gerði ég stuttan stans
það stirndi á ána í sólarglans.
Nú hef ég komið mér til manns
og migið í klósett ráðherrans.