| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Rýkur í Glóru rýkur á Læk

Höfundur:Höfundur ókunnur


Tildrög

Fyrsta morgunverk á bæjum áður fyrr var að ná upp eldinum á hlóðunum. Þegar komið var út á morgnanna var gjarnan litið til þess hvort farið væri að rjúka á bæjunum í kring.
Samskonar bæjarvísur munu vera til í fleiri sveitum.

Skýringar

Siggi og Sprækur munu vera bændurnir í Sölvholti snemma á 20. öld.
Bæirnir sem koma fyrir í vísunni mynda í bæjarhringnum sem blasir við af hlaðinu í Túni í Flóa.
Rýkur í Glóru, rýkur á Læk,
rýkur á Arnarstöðum,
rýkur hjá Sigga, rýkur hjá Spræk,
rýkur í há-Uppsölum.