| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Lækur tifar létt um máða steina


Tildrög

Höfundur segist hafa párað þessa vísu á blað, brotið það saman og lagt inn í bók sem hann var að lesa. Daginn eftir þegar hann lagði bókina frá sér, opnaðist hún á lausa blaðinu og honum varð litið á  á snepilinn og þá strikaði hann yfir síðustu hendinguna og setti í staðinn „í bænum hvílir íturvaxin snót“ og í framhaldinu bættist svo við seinni vísan „Ef ég væri orðin lítil fluga“.
Sigfús Halldórsson rakst svo á þetta blað, þegar hann í heimsókn hjá höfundi og skoðaði í bókarskáp hans. Hann samdi þá hið alkunna lag „Litlu fluguna“ við vísurnar á örskammri stundu.
Í ofanskráðri gerð varð vísan því aldrei kunn.
Lækur tifar létt um máða steina
lítil fjóla grær við skriðufót
Bláskel liggur brotin milli hleina
í bæjarkampi er mosavaxið grjót.