Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Mývatns byggð ég bjarta leit

Flokkur:Samstæður


Tildrög

Ort í bændaför sunnlendinga norður í land í júní 1938.
Mývatns byggð ég bjarta leit
búna þokufaldi.
Það er mesta silungssveit
sólar undir tjaldi.

Eyjalöndin eru feit
engin gæði sparði.
Þó er best í þeirri sveit
Þura mín í Garði.