| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Jafnvel þó að Sokki sé


Um heimild

Líklegt er að vísan hafi birtst í Frey


Tildrög

Þegar sameinast var um eina sæðingastöð fyrir landið á Hvanneyri, var kynbótanautið Sokki flutt þangað frá sæðingastöðinni á Akureyri. Þegar Sokki hafði lokið hlutverki sínu í lífinu, var hausinn af honum stoppaður upp og gefinn aftur Eyfirðingum. Mynd var af afhendingunni á forsíðu Freys, þar sem formaður Búnaðarfélags Íslands, Ásgeir Bjarnason í Ásgarði og formaður Nautgriparæktarsambands Eyjafjarðar, Vernharður Sveinsson mjólkursamlagsstjóri á Akureyri voru með hausin af Sokka á milli sín.
Jafnvel þó að Sokki sé
sviftur búki gildum,
sýnir myndin mönnum hve
margt er líkt með skyldum.