| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12


Tildrög

Háskólastúdentar, sem voru í sumarvinnu í Kaldaðarnesi, gengu á laugardagkvöldi upp að Litlu-Sandvík. Þar var verið að ljúka hirðingu og hjálpuðu þeir til við að koma heyinu í hlöðuna. Að því loknu vildu þeir halda kaupakonunum gleði í hlöðunni, en Lýður bóndi skipaði stúlkunum inn og sneru þá stúdentarnir vonsviknir til baka.

Skýringar

Í Kaldaðarnesi var um tíma rekið vinnuhæli fyrir áfengissjúklinga.
Vanga strýkur blærinn blíður
bálast nú upp kenndirnar.
En hlöðum sínum lokar Lýður
og leyfir ekkert kvennafar.