| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Eiríkur er orðinn skar

Höfundur:Höfundur ókunnur


Tildrög

Þessi vísa kom upp úr kjörkassa við haustkosningar 1949. Þá voru í framboði: Eiríkur Einarsson frá Hæli fyrir sjálfstæðismenn, Jörundur Brynjólfsson fyrir framsóknarmenn. Þeir þóttu nokkur öruggir með kosningu. Séra Ingimar Jónsson var í framboði fyrir Alþýðuflokk og var slegið á þá strengi að hann gæti orðið uppbótar þingmaður.
Eiríkur er orðinn skar
allir Jörund rægja.
Ingimar til uppbótar
ætti þá að nægja.